Aðeins um vexti og verðtryggingu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun