Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt? lars christensen skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar