Körfubolti

Stóri Kínverjinn kominn til Lakers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yi í leik gegn Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í Ríó.
Yi í leik gegn Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í Ríó. Vísir/Getty
LA Lakers hefur gengið frá samningi við Yi Jianlian sem snýr því aftur í NBA-deildina í Bandaríkjunum eftir fjögurra ára fjarveru.

Yi var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2007 af Milwaukee Bucks en náði sér aldrei á strik í deildinni. Hann spilaði einnig með Washington Wizards, New Jersey Nets og Dallas Mavericks áður en hann sneri aftur til heimalandsins árið 2012.

Hann hefur verið öflugur í kínversku deildinni og var besti maður kínverska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó, þar sem hann var með 20,4 stig og 6,6 fráköst að meðaltali í leik.

„Við erum spenntir fyrir því að fá leikmann til okkar sem hefur afrekað mikið á alþjóðlegu sviði,“ sagði Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Lakers.

Lakers hefur verið með slökustu liðum NBA-deildarinnar en næsta leiktíð verður sú fyrsta sem liðið spilar án Kobe Bryant í tvo áratugi. Bryant lagði skóna á hilluna í sumar eftir gæfuríkan feril.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×