Johnson fetar þröngan stíg að Hvíta húsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2016 06:30 Fjölmenni á kosningafundi Gary Johnson og Bill Weld í Utahfylki. Nordicphotos/AFP grafík/fréttablaðið/silja Gary Johnson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum, mælist með allt að 12 prósenta fylgi. Meðaltal skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælir Johnson með um 8 prósenta fylgi. Þótt fylgi hans sé mun minna en fylgi Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, og Donalds Trump, frambjóðanda repúblikana, hefur enginn frambjóðandi utan flokkanna tveggja fengið svo mikið fylgi frá því Ross Perot fékk 19 prósent atkvæða í kosningum árið 1992. Johnson og varaforsetaefni hans, Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, byggja framboð sitt á reynslu sinni og hugsjónum um frjálsan markað og frjálslynt samfélag. Þeir hafa tranað sér fram sem valkostur fyrir þá sem óánægðir eru með Clinton og Trump en samkvæmt skoðanakönnunum er álit almennings á þeim sögulega lítið.Sá vinsælasti í áratugi Ef Johnson heldur fylgi sínu stöðugu í um 8 prósentum mun það vera áttföldun á því fylgi sem hann fékk í kosningum árið 2012, þá uppskar hann einungis eitt prósent atkvæða. Samkvæmt greiningu FiveThirtyEight telst það afar líklegt. Í samantekt þeirra má sjá að fylgi þriðja valkosts helst nokkuð stöðugt frá ágúst og fram til kosninga. Þannig var Ross Perot með um 20 prósenta fylgi í ágúst 1992 og uppskar 19 prósent í kosningunum. Sömu sögu er að segja af Ralph Nader árið 2000. Hann fór úr fjórum prósentum í þrjú.Nálgast í tveimur fylkjum Johnson mælist vel yfir 10 prósentum í þó nokkrum fylkjum ef marka má nýja könnun Washington Post. Hann mælist með 19 prósent í Alaska, Suður-Dakóta og Idaho og 17 prósent í Kansas. Í heimafylkinu Nýju-Mexíkó kemst hann einna næst því að fá meira fylgi en annar hvor frambjóðendanna tveggja. Þar mælist Johnson með 25 prósenta fylgi, Trump 29 og Clinton 37. Þá er hann einungis fjórum prósentustigum frá Clinton í Utah. Johnson mælist þar með 23 prósent, Clinton 27 og Trump 34.Of hár kappræðuþröskuldur Til þess að fá að taka þátt í sjónvarpskappræðum með þeim Clinton og Trump þarf Johnson að auka fylgi sitt í 15 prósent en þess krefjast sjónvarpsstöðvarnar sem halda kappræðurnar. Næstu kappræður eru á CNN þann 26. þessa mánaðar. Johnson hefur reynt að freista þess að ná upp í 15 prósentin en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Framboðið hefur varið um tveimur milljónum bandaríkjadala, andvirði um 230 milljóna króna, í útvarpsauglýsingar og öðru eins í sjónvarpsauglýsingar en ljóst er að langt er í land.Torveld leið en ekki ófær Til þess að verða forseti Bandaríkjanna þyrfti Johnson að koma í veg fyrir að einhver frambjóðandi fengi meirihluta kjörmanna. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar þannig að kjörmenn kjósa forseta en almenningur kýs hvern kjörmenn skulu kjósa í hverju fylki fyrir sig. Allir kjörmenn fylkisins kjósa sama frambjóðanda, sama hversu mörg atkvæði sigurvegarinn í fylkinu fær. Ef Johnson nær að koma í veg fyrir að annar frambjóðandi fái meirihluta velur fulltrúadeild þingsins forsetann. Johnson stólar þá á að þeir repúblikanar sem ekki styðja Trump og demókratar sammælist um að velja hann sem eins konar málamiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump skýst fram úr Clinton Mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja en Trump hefur aðeins tveggja prósenta forskot. 6. september 2016 18:31 Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Gary Johnson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum, mælist með allt að 12 prósenta fylgi. Meðaltal skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælir Johnson með um 8 prósenta fylgi. Þótt fylgi hans sé mun minna en fylgi Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, og Donalds Trump, frambjóðanda repúblikana, hefur enginn frambjóðandi utan flokkanna tveggja fengið svo mikið fylgi frá því Ross Perot fékk 19 prósent atkvæða í kosningum árið 1992. Johnson og varaforsetaefni hans, Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, byggja framboð sitt á reynslu sinni og hugsjónum um frjálsan markað og frjálslynt samfélag. Þeir hafa tranað sér fram sem valkostur fyrir þá sem óánægðir eru með Clinton og Trump en samkvæmt skoðanakönnunum er álit almennings á þeim sögulega lítið.Sá vinsælasti í áratugi Ef Johnson heldur fylgi sínu stöðugu í um 8 prósentum mun það vera áttföldun á því fylgi sem hann fékk í kosningum árið 2012, þá uppskar hann einungis eitt prósent atkvæða. Samkvæmt greiningu FiveThirtyEight telst það afar líklegt. Í samantekt þeirra má sjá að fylgi þriðja valkosts helst nokkuð stöðugt frá ágúst og fram til kosninga. Þannig var Ross Perot með um 20 prósenta fylgi í ágúst 1992 og uppskar 19 prósent í kosningunum. Sömu sögu er að segja af Ralph Nader árið 2000. Hann fór úr fjórum prósentum í þrjú.Nálgast í tveimur fylkjum Johnson mælist vel yfir 10 prósentum í þó nokkrum fylkjum ef marka má nýja könnun Washington Post. Hann mælist með 19 prósent í Alaska, Suður-Dakóta og Idaho og 17 prósent í Kansas. Í heimafylkinu Nýju-Mexíkó kemst hann einna næst því að fá meira fylgi en annar hvor frambjóðendanna tveggja. Þar mælist Johnson með 25 prósenta fylgi, Trump 29 og Clinton 37. Þá er hann einungis fjórum prósentustigum frá Clinton í Utah. Johnson mælist þar með 23 prósent, Clinton 27 og Trump 34.Of hár kappræðuþröskuldur Til þess að fá að taka þátt í sjónvarpskappræðum með þeim Clinton og Trump þarf Johnson að auka fylgi sitt í 15 prósent en þess krefjast sjónvarpsstöðvarnar sem halda kappræðurnar. Næstu kappræður eru á CNN þann 26. þessa mánaðar. Johnson hefur reynt að freista þess að ná upp í 15 prósentin en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Framboðið hefur varið um tveimur milljónum bandaríkjadala, andvirði um 230 milljóna króna, í útvarpsauglýsingar og öðru eins í sjónvarpsauglýsingar en ljóst er að langt er í land.Torveld leið en ekki ófær Til þess að verða forseti Bandaríkjanna þyrfti Johnson að koma í veg fyrir að einhver frambjóðandi fengi meirihluta kjörmanna. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar þannig að kjörmenn kjósa forseta en almenningur kýs hvern kjörmenn skulu kjósa í hverju fylki fyrir sig. Allir kjörmenn fylkisins kjósa sama frambjóðanda, sama hversu mörg atkvæði sigurvegarinn í fylkinu fær. Ef Johnson nær að koma í veg fyrir að annar frambjóðandi fái meirihluta velur fulltrúadeild þingsins forsetann. Johnson stólar þá á að þeir repúblikanar sem ekki styðja Trump og demókratar sammælist um að velja hann sem eins konar málamiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump skýst fram úr Clinton Mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja en Trump hefur aðeins tveggja prósenta forskot. 6. september 2016 18:31 Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Trump skýst fram úr Clinton Mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja en Trump hefur aðeins tveggja prósenta forskot. 6. september 2016 18:31
Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent