Frumþjónusta í heilbrigðiskerfinu Oddur Steinarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilbrigðismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun