Körfubolti

Yi Jianlian reynir aftur fyrir sér í NBA

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Yi Jianlian í Lakers treyju
Yi Jianlian í Lakers treyju vísir/ap
Eins og Vísir greindi frá í ágúst er Yi Jianlian genginn til liðs við Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta.

Jianlian var valinn sjötti í nýliðavalinu 2007 af Milwaukee Bucks. Lék hann með New Jersey Nets, Washington Wizards og Dallas Mavericks áður en hann gekk til liðs við Guandong Southern Tigers í heimalandinu.

Jianlian náði ekki að festa sig í sessi í NBA deildinni en gekk vel í mun slakari deildinni í Kína. Hann lék vel með kínverska landsliðinu á ólympíuleikunum í Rio þar sem han skoraði 20,4 stig að meðaltali í leik og tók 6,6 fráköst.

„Ég lék marga leiki í Kína, í Asíu og á ólympíuleikunum,“ sagði Yi í viðtali í æfingaaðstöðu Lakers í vikunni.

„Ég hef öðlast mikla reynslu, er líka sterkari og með meira sjálfstraust. Ég hef ekki áhyggjur af því að ég nái ekki að aðlagast NBA. Ég get það,“ sagði Yi en því hefur verið velt upp hvort Lakers hafi samið við Jianlian til að viðhalda öflugri stöðu liðsins í Kína en Kobe Bryant treyjur liðsins hafa verið vinsælustu treyjurnar þar í landi undanfarin ár.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×