„Ég flýg aldrei aftur með WOW“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2016 12:09 Ingvar Geirsson hefur ekki enn fengið töskuna sína eftir sex daga dvöl í Róm. Hann og kona hans koma til landsins á morgun. Vísir/Stefán Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW. Fréttir af flugi Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Næsta lægð skellur á landið og von asahláku og hvassvirði Veður Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Sjá meira
Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW.
Fréttir af flugi Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Næsta lægð skellur á landið og von asahláku og hvassvirði Veður Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Sjá meira