Körfubolti

Gríska fríkið fékk risasamning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antetokounmpo er gríðarlega fjölhæfur leikmaður.
Antetokounmpo er gríðarlega fjölhæfur leikmaður. vísir/getty
Giannis Antetokounmpo hefur gert nýjan fjögurra ára samning við Milwaukee Bucks. Samningurinn gefur honum 100 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd.

Antetokounmpo, sem er 21 árs Grikki, lék vel með Milwaukee á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 16,9 stig að meðaltali í leik, tók 7,7 fráköst og gaf 4,3 stoðsendingar.

Antetokounmpo er mjög fjölhæfur og lék oft í stöðu leikstjórnanda á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera 2,11 metrar á hæð.

Antetokounmpo, eða the Greek Freak eins og hann er stundum kallaður, lék með Filathlitikos í næstefstu deild í Grikklandi áður en Milwaukee valdi hann númer 15 í nýliðavali NBA-deildarinnar 2013.

Milwaukee vann aðeins 33 leiki á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×