Körfubolti

LeBron styður Hillary

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
Bandarískar íþróttastjörnur eru nú farnar að láta til sín taka í forsetaslagnum í Bandaríkjunum.

NBA-stjarnan LeBron James nýtti helgina til þess að lýsa yfir stuðningi við Hillary Clinton.

„Ég styð Hillary því hún mun halda áfram að byggja ofan á hið góða starf sem góðvinur minn, Barack Obama, hefur unnið,“ skrifaði James í pistli.

„Ég trúi á það sem Obama hefur verið að gera fyrir þjóðina og treysti Hillary best til þess að halda því starfi áfram.“

James hefur einnig trú á því að Hillary muni tækla ofbeldismál þjóðarinnar með stæl.

„Ég veit ekki hvað þarf til að stöðva allt ofbeldið en ég veit að við þurfum forseta sem þjappar þjóðinni saman. Stefnumál sem splundra þjóðinni eru ekki lausnin. Við verðum að standa saman og Hillary hefur komið með skilaboð vonar og samheldni.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×