Körfubolti

Rose og Noah höfðu betur í heimkomunni | Úrslit kvöldsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Butler, Gibson og Butler stöðva Rose í leiknum í nótt.
Butler, Gibson og Butler stöðva Rose í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Joakim Noah, Derrick Rose og félagar í New York Knicks höfðu betur 117-104 gegn Chicago Bulls í fyrsta leik sínum á gamla heimavellinum í NBA-deildinni í nótt.

Báðir leikmenn höfðu leikið allan sinn feril með Bulls þar til í sumar. Rose var skipt en Noah hafði áður samið við Knicks eftir að samningur hans í Chicago rann út.

Fengu þeir báðir höfðinglegar móttökur fyrir leik en Rose gældi við þrefalda tvennu í leiknum með 15 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst.

Heimamaðurinn Dwyane Wade var stigahæstur hjá Bulls með 35 stig og bætti Jimmy Butler við 26 stigum en aðrir byrjunarliðsleikmenn Bulls náðu sér ekki á strik.

Í Los Angeles vann hið unga lið Lakers annan leik sinn í röð gegn meistaraefnunum í Golden State Warriors 117-97.

Steph Curry og félagar í Warriors náðu sér aldrei á strik í leiknum og leiddu Lakers nánast allan leikinn.

Kevin Durant leiddi Warriors í stigaskorun með 27 stig en skvettubræðurnir (e. Splash brothers) tveir, Klay Thompson og Curry, voru aðeins með 23 stig samans.

Julius Randle, kraftframherji Lakers, var með tvöfalda tvennu í leiknum með 20 stig og 14 fráköst en leikstjórnandinn D'Angelo Russell bætti við 17 stigum.

Þá eru Dallas Mavericks og New Orleans Pelicans enn án sigurs eftir leiki næturnar en San Antonio Spurs komst aftur á sigurbraut.

Úrslit kvöldsins:

Washington Wizards 95-92 Atlanta Hawks

Toronto Rapotrs 87-96 Miami Heat

Brooklyn Nets 95-99 Charlotte Hornets

Chicago Bulls 104-117 New York Knicks

Memphis Grizzlies 88-99 Los Angeles Clippers

New Orleans Pelicans 111-112 Phoenix Suns

Dallas Mavericks 95-105 Portland

Utah Jazz 86-100 San Antonio Spurs

Los Angeles Lakers 117-97 Golden State Warriors

Bestu tilþrif kvöldsins: Helstu tilþrif Rose og Noah í gær: Lakers vann óvæntan sigur á Warriors:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×