Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 09:59 Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49