Reiðasta þruman í þrennu-herferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2016 06:30 Westbrook hefur verið magnaður í vetur. vísir/getty Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik. NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik.
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum