Ferðamennska: Ofnýtt auðlind Þórólfur Matthíasson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun