Hættir í kórnum frekar en að syngja við innsetningarathöfn Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 17:08 Chamberlin er viss um að flutningurinn muni hafa skaðleg áhrif á ímynd kórsins. Vísir/AFP Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira