Verhofstadt hættir við framboð og styður Tajani atli ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 11:03 Guy Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata. Vísir/AFP Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Ítalski Evrópuþingmaðurinn Antonio Tajani þykir langlíklegastur til að verða kjörinn forseti Evrópuþingsins, eftir að Guy Verhofstadt dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Tajani. Kosning nýs forseta hófst í morgun, en búist er við að úrslit liggi fyrir síðdegis. Hafi enginn frambjóðandi náð hreinum meirihluta í fyrstu þremur umferðum kosninganna er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í þriðju umferðinni. Verhofstadt segir að ákvörðunin sé fyrsta skrefið til að koma á bandalagi sem styður Evrópusamrunann og sem ætlað er að efla sambandið. „Það er nauðsynlegt. Með Trump, með Pútín og margar áskoranir til viðbótar sem Evrópa stendur frammi fyrir, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman að því að bæta Evrópusambandið,“ sagði Verhofstadt í morgun. Tajani er frambjóðandi Kristilegra demókrata (EPP) á þinginu en þinghópurinn er sá stærsti á þinginu. Hinn 63 ára Tajani er einn af varaforsetum þingins og átti áður sæti í framkvæmdastjórn ESB þar sem hann fór með málefni samgangna og iðnaðar. Tajani er þó ekki óumdeildur þar sem hann hefur áður starfað náið með fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Verhofstadt var frambjóðandi þinghóps Frjálslyndra demókrata, en frambjóðandi Jafnaðarmanna og samlandi Tajani, Gianni Pittella, virðist nú vera sá eini sem á möguleika á að sigra Tajani. Líkur á sigri Pittella minnkaði þó mikið eftir ákvörðun Verhofstadt. Martin Schultz hefur gegnt embætti forseta Evrópuþingsins frá árinu 2012, en tilkynnti fyrr í vetur að hann hugðist láta af embætti og snúa aftur í þýsku landsmálin þar sem þingkosningar fara þar fram í haust. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43 Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Schultz reiknar ekki með að verða kanslaraefni SPD Samkvæmt Spiegel er Martin Schultz ekki reiðubúinn að skora Sigmar Gabriel á hólm. 30. desember 2016 11:43
Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Þinghópur kristilegra demókrata (EPP) hafa tilnefnt Ítalann Antonio Tajani til að taka við forsetaembættinu af Martin Schultz. 14. desember 2016 10:00