Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 21:51 Tveir írakskir ríkisborgarar hafa höfðað mál gegn Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi. Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi.
Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent