Le Pen: "Þjóðernishyggja er stefna framtíðarinnar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 20:04 Marine Le Pen. Vísir/AFP Marine Le Pen, leiðtogi Front National, stjórnmálaflokks yst á hægri væng stjórnmálanna í Frakklandi segir að þjóðernishyggja sé stefna framtíðarinnar. Hún telur að árið 2017 verði árið þar sem „Evrópubúar vakna.“ BBC greinir frá. Ummælin lét Le Pen hafa eftir sér á samkomu þjóðernissinnaðra evrópskra stjórnmálaleiðtoga sem fram fer í borginni Koblenz í Þýskalandi þessa dagana. Þangað voru mættir leiðtogar frá stjórnmálaflokkum í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Hollandi sem allir eiga sameiginlegt að vera tortryggnir í garð innflytjenda. Flokkarnir eru einnig andsnúnir Evrópusambandinu. Á ráðstefnunni var til að mynda Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sem tók undir með Le Pen og vísaði hann til kjörs Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna í ræðu sinni á samkomunni. „Í gær, ný Ameríka. Í dag....ný Evrópa!“ Á þessu ári fara fram þingkosningar í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi og eru leiðtogar þessara flokka vongóð um að þeim muni vegna vel í þeim kosningum. „Þetta ár verður ár fólksins, ár frelsisins og ár þjóðernishyggjunnar“ sagði Le Pen sem sagði jafnframt að hún telji að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa dómínó áhrif á önnur ríki Evrópusambandsins sem eitt af öðru munu yfirgefa sambandið. „Við erum að verða vitni að endurkomu þjóðríkisins“ sagði Le Pen sem nýtti jafnframt tækifærið og gagnrýndi harðlega innflytjendastefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem hún kallaði „stórslys.“ Hundruðir mótmælenda mótmæltu samkomunni í borginni á meðan fundarhöldum stóð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi Front National, stjórnmálaflokks yst á hægri væng stjórnmálanna í Frakklandi segir að þjóðernishyggja sé stefna framtíðarinnar. Hún telur að árið 2017 verði árið þar sem „Evrópubúar vakna.“ BBC greinir frá. Ummælin lét Le Pen hafa eftir sér á samkomu þjóðernissinnaðra evrópskra stjórnmálaleiðtoga sem fram fer í borginni Koblenz í Þýskalandi þessa dagana. Þangað voru mættir leiðtogar frá stjórnmálaflokkum í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og Hollandi sem allir eiga sameiginlegt að vera tortryggnir í garð innflytjenda. Flokkarnir eru einnig andsnúnir Evrópusambandinu. Á ráðstefnunni var til að mynda Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sem tók undir með Le Pen og vísaði hann til kjörs Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna í ræðu sinni á samkomunni. „Í gær, ný Ameríka. Í dag....ný Evrópa!“ Á þessu ári fara fram þingkosningar í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi og eru leiðtogar þessara flokka vongóð um að þeim muni vegna vel í þeim kosningum. „Þetta ár verður ár fólksins, ár frelsisins og ár þjóðernishyggjunnar“ sagði Le Pen sem sagði jafnframt að hún telji að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa dómínó áhrif á önnur ríki Evrópusambandsins sem eitt af öðru munu yfirgefa sambandið. „Við erum að verða vitni að endurkomu þjóðríkisins“ sagði Le Pen sem nýtti jafnframt tækifærið og gagnrýndi harðlega innflytjendastefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands sem hún kallaði „stórslys.“ Hundruðir mótmælenda mótmæltu samkomunni í borginni á meðan fundarhöldum stóð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira