Bandaríkjamenn beita Írana þvingunum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Stjórn Trumps beitir Írana viðskiptaþvingunum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57
Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04