Að minnsta kosti 34 létu lífið í sprengingu í gær á markaðstorgi í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Fjöldi fólks var á markaðstorginu þegar sprengja sprakk þar í bifreið, sem lagt hafði verið nærri.
Mohamed Abdulahi Mohamed forseti sagði þetta grimmilegt níðingsverk og hét verðlaunum hverjum þeim sem veitti upplýsingar sem leiða til handtöku ódæðismannanna.
Talið er fullvíst að Al Shabab samtökin beri ábyrgð á þessu hryðjuverki. Þau hafa árum saman staðið fyrir voðaverkum í landinu í nafni öfgatrúar og hafa verið í tengslum við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tugir létu lífið í sprengjuárás
Guðsteinn Bjarnason skrifar
