Sessions mun stíga til hliðar „þegar það er við hæfi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 13:41 Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45
Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36
Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00
Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35
CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00