Í frétt BBC segir að ekki liggi fyrir hverjir hafi gert árásina en sýrlenski herinn, rússneski herinn og bandaríski herinn hafa allir staðið fyrir loftárásum á svæðinu.
Blaðamaðurinn Samuel Oakford greinir hins vegar frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi fengið staðfestingu á því frá bandarískum embættismönnum að árásin hafi verið gerð af Bandaríkjaher.
Skotmarkið hafi verið fundarstaður hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída sem á að hafa verið hinu megin við götuna frá moskunni.
US official says that they were targeting an "Al Qaeda meeting place" that was across from the mosque in Aleppo. "We took the strike."
— Samuel Oakford (@samueloakford) March 16, 2017