
Maðurinn ók bílaleigubíl eftir Westminsterbrúnni og særði 40 manns. Þrír eru látnir, en sjö eru enn í alvarlegu ástandi. Þá ók hann bílnum á girðingu við þinghús Bretlands og fór inn á lóð hússins þar sem hann stakk óvopnaðan lögregluþjón til bana. Lögregluþjónninn hét Keith Palmer og var 48 ára gamall.
Maðurinn var svo skotinn til bana af lögregluþjónum.
Lögreglan telur að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum hryðjuverkasamtaka en aðp hann hafi ekki verið meðlimur þeirra og að hann hafi staðið einn að árásinni.
#ISIS' 'Amaq published its report on #Londonattack in both Arabic and English pic.twitter.com/q6q7zlZb99
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) March 23, 2017