Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Ein Tomahawk-eldflauganna hefst á loft frá herskipi á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira