Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Varnarlið Khan Sheikhun hlúir að fórnarlambi árásarinnar. vísir/afp Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira