Körfubolti

Golden State vann Houston öðru sinni í vikunni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephen Curry og James Harden eigast við.
Stephen Curry og James Harden eigast við. vísir/getty
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld.

Golden State Warriors vann Houston Rockets í öðru sinni í vikunni. Lokatölur 107-98, Golden State í vil.

Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 44 stig og settu niður fjóra þrista hvor. Curry var með 24 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Thompson skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

James Harden fór fyrir Houston-liðinu með 17 stigum,, 12 fráköstum og átta stoðsendingum.

San Antonio Spurs gerði góða ferð til Oklahoma og vann fimm stiga sigur, 95-100, á Russell Westbrook og félögum.

Kawhi Leonard var með 28 stig og átta fráköst í liði San Antonio sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Westbrook var venju samkvæmt með þrefalda tvennu í liði Oklahoma. Hann skoraði 32 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.

LeBron James skoraði 34 stig þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Philadelphia 76ers, 122-105. James tók einnig níu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Kyrie Irving bætti 24 stigum og níu stoðsendingum við fyrir Cleveland sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar.

Al Horford tryggði toppliði Austurdeildarinnar, Boston Celtics, nauman sigur á Orlando Magic á heimavelli, 117-116.

Horford var alls með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Isiah Thomas var að venju stigahæstur í liði Boston en hann gerði 35 stig.

Úrslitin í nótt:

Golden Stae 107-98 Houston

Oklahoma 95-100 San Antonio

Cleveland 122-105 Philadelphia

Boston 117-116 Orlando

Charlotte 122-114 Denver

Toronto 111-100 Indiana

New Orleans 117-89 Sacramento

Miami 94-98 NY Knicks

Memphis 99-90 Dallas

Milwaukee 108-105 Detroit

Utah 95-88 Washington

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×