Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2017 12:43 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands Ríkin tvö eru ekki sammála um hvaða stefnu skuli taka í Sýrlandi og hefur spenna færst í samskipti ríkjanna eftir að stjórnarherinn í Sýrlandi, undir stjórn forsetans Bashar al-Assad, beitti efnavopnum í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Fyrir fund utanríkisráðherranna sökuðu embættismenn í Hvíta húsinu rússnesk stjórnvöld um að hylma yfir efnavopnaárás Assad. „Það er á hreinu að Rússar eru að reyna að hylma yfir hvað gerðist þarna,“ sagði embættismaður í Hvíta húsinu í samtali við Reuters. Rússar hafa stutt Assad og hafa gagnrýnt viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði loftárás á flugvöll í Sýrlandi til þess að stjórnvöldum þar í landi fyrir efnavopnaárásina þar sem 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn.Vladimir Putin, forseti Rússlands.Vísir/AFPPútin segir samskipti ríkjanna hafa versnaðVladimir Putin Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali sem birt var í dag að samskipti ríkjanna hafi versnað frá því að Trump tók við völdum í janúar.Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi.Tillerson vonast til þess að viðræðurnar við kollega sinn frá Rússlandi verði árangursríkar. Ljóst er þó að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna sem eru við frostmark, á sama tíma og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum,með það að markmiði að koma Trump til valda. Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands Ríkin tvö eru ekki sammála um hvaða stefnu skuli taka í Sýrlandi og hefur spenna færst í samskipti ríkjanna eftir að stjórnarherinn í Sýrlandi, undir stjórn forsetans Bashar al-Assad, beitti efnavopnum í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Fyrir fund utanríkisráðherranna sökuðu embættismenn í Hvíta húsinu rússnesk stjórnvöld um að hylma yfir efnavopnaárás Assad. „Það er á hreinu að Rússar eru að reyna að hylma yfir hvað gerðist þarna,“ sagði embættismaður í Hvíta húsinu í samtali við Reuters. Rússar hafa stutt Assad og hafa gagnrýnt viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði loftárás á flugvöll í Sýrlandi til þess að stjórnvöldum þar í landi fyrir efnavopnaárásina þar sem 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn.Vladimir Putin, forseti Rússlands.Vísir/AFPPútin segir samskipti ríkjanna hafa versnaðVladimir Putin Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali sem birt var í dag að samskipti ríkjanna hafi versnað frá því að Trump tók við völdum í janúar.Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi.Tillerson vonast til þess að viðræðurnar við kollega sinn frá Rússlandi verði árangursríkar. Ljóst er þó að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna sem eru við frostmark, á sama tíma og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum,með það að markmiði að koma Trump til valda.
Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55