Rannsaka greiðslur erlendra aðila til Flynn

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni snýr málið að því að Flynn er talinn hafa mögulega brotið lögin með því að hafa ekki beðið um og fengið leyfi til að taka við greiðslum meðal annars fyrir ferð til Rússlands árið 2015.
Þrátt fyrir það mun Flynn hafa verið varaður við slíkum greiðslum og að leyfi þyrfti fyrir þeim árið 2014, þegar hann hætti að starfa hjá hernum.
Flynn tók við tugum þúsunda dala frá sjónvarpsstöðinni RT, sem er í eigu rússneska ríkisins, og tyrknesks fyrirtækis sem tengist stjórnvöldum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um var að ræða afmælisveislu RT þar sem Flynn sat við hlið Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann mun hafa fengið minnst 33.750 dali fyrir að mæta í veisluna.
Flynn sagði af sér þann 13. febrúar eftir að hann hafði ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, áður en Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir

Ráðgjafi Trump ræddi við Tyrki um að koma Gulen til Tyrklands
Fethulla Gulen er sakaður um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í gegn Erdogan.

Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum
Demókratar fara fram á ítarlega rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi og að Hvíta húsið segi til um hvað og hvenær þeir hafi vitað um málið.

Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna
Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum
Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans.

Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum
Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar.