Erlent

Leit hætt að Joseph Kony

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Joseph Kony er ekki leitað lengur.
Joseph Kony er ekki leitað lengur.
Leit að uppreisnarleiðtoganum og stríðsherranum Joseph Kony hefur verið hætt. Úganski herinn greindi frá þessu en Kony hafði verið leitað í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarin ár.

Kony er leiðtogi hins svokallaða Frelsishers drottins. Er hann alræmdur fyrir að aflima fórnarlömb og hneppa börn í þrældóm. Hafa börnin verið notuð sem hermenn og beitt kynferðislegu ofbeldi. Fyrst í Úganda og síðar í Mið-Afríkulýðveldinu. Hefur hann verið eftirlýstur frá árinu 2005, sakaður um stríðsglæpi.

Ástæðan fyrir því að leit er hætt er sögð sú að her hans sé orðinn veikburða og hafi engin völd lengur.

Bandarískir aðgerðasinnar reyndu að gæða leitina lífi árið 2012 með myndbandi sem bar titilinn Kony2012. Vakti sú herferð mikla athygli og sama ár hófu úganski herinn, bandarískir sérsveitarmenn og hermenn Afríkusambandsins leit í Mið-Afríkulýðveldinu.


Tengdar fréttir

Handtóku 53 fyrir samkynja hjónabönd

Saksóknarar í Nígeríu hafa ákært 53 fyrir að skipuleggja að fagna samkynja hjónavígslum. Hin ákærðu neita sök og segja lögfræðingar þeirra að skjólstæðingarnir séu beittir misrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×