Erlent

Leikarinn Powers Boothe er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Powers Booth.
Powers Booth. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Powers Booth er látinn, 68 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum í Los Angeles í gær.

Boothe gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem illmenni í sjónvarpsþáttunum Deadwood og í kvikmyndunum Tombstone, Sin City og The Avengers. Þá fór hann með hlutverk lögreglumanns í myndinni U-Turn.

Margir þekkja sömuleiðis til Powers Booth eftir að hann fór með titilhlutverkið í þáttunum um einkaspæjarann Philip Marlowe, Private Eye, á árunum 1983 til 1986.

Boothe vann til Emmy-verðlauna árið 1980 fyrir leik sinn sem Jim Jones, leiðtogi alræmds sértrúarsafnaðar í sjónvarpskvikmyndinni Guyana Tragedy: The Story of Jim Jones.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×