Einn lét lífið á Everest í dag og annar er týndur Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 14:58 Everest fjall. Vísir/AFP Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið. Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Mál úgansks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið.
Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Mál úgansks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04