Körfubolti

Maður sem spáir alltaf vitlaust spáir Golden State sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen A. Smith spáir Steph Curry og félögum sigri en eru það svo góðar fréttir.
Stephen A. Smith spáir Steph Curry og félögum sigri en eru það svo góðar fréttir. Vísir/Getty
Það eru flestir að spá Golden State Warriors sigri á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar en það er þó spá eins manns sem fær stuðningsmenn Cavs til að brosa.

Stephen A. Smith er einn helsti íþróttakjaftaskurinn í bandarísku sjónvarpi og hann leggur það í vana sinn að spá fyrir um hvaða lið vinnur lokaúrslit NBA-deildarinnar.

Það hefur gengið óhemju illa hjá Stephen A. Smith að spá fyrir um sigurvegara reyndar svo illa að menn eru nánast farnir að reikna með því að það lið sem Smith spáir sigri muni tapa í úrslitaeinviginu.

Undanfarin sex ár hefur það lið sem Stephen A. Smith spáir sigri í lokaúrslitunum nefnilega tapað. Bandarískir fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu bent á þetta í aðdraganda lokaúrslitanna.

Stephen A. Smith hefur nú sett inn spána en segir að Golden Sate Warriros muni vinna í ár eftir sjö leiki.











Stephen A. Smith er mikill LeBron James maður og í nýjustu spánni sinni bendir margt til þess að hann sé nú farinn að reyna að „jinxa“ sjálfan sig með það markmið að hans maður standi uppi sem sigurvegari. Það er því spurning hvort að spáin hans sé „sönn“ en það kemur víst aldrei í ljós.

Lokaúrslit Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefst klukkan eitt eftir miðnætti annað kvöld og verða að sjálfsögðu öll sýnd beint á Stöð 2 Sport.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×