Körfubolti

Durant skilar jafnmiklu í lok leikjanna og allt stjörnuþríeyki Cavs til samans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant hefur verið þriggja stjörnuleikmanna maki í lokaleikhlutum leikjanna til þessa í úrslitaeinvíginu.
Kevin Durant hefur verið þriggja stjörnuleikmanna maki í lokaleikhlutum leikjanna til þessa í úrslitaeinvíginu. Vísir/Getty
Kevin Durant hefur verið frábær í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta og hann á mikinn þátt í því að Golden State Warriors er komið í 3-0 á móti Cleveland Cavaliers og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn.

Golden State gæti orðið NBA-meistari strax í nótt þegar fjórði leikur liðanna fer fram í Cleveland. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.

Cleveland Cavaliers liðið þarf þar að leita allra ráða til að hægja á Kevin Durant og félögum og þó sérstaklega breyta þróun mála í fjórða leikhlutanum.

Það er jafnan talað um það að leikmenn sýni best úr hverju þeir eru gerðir í lokaleikhlutanum og það er mjög fróðlegt að bera saman tölur Kevin Durant við tölur þriggja stærstu stjörnuleikmanna Cleveland í fjórða leikhluta í úrslitaeinvíginu til þessa.

LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love eru allt frábærir leikmenn en þeir þurft að leggja allar tölur sínar saman til að ná uppi í framlag Kevin Durant í fjórða leikhlutanum til þessa í einvíginu. Fólkið á ESPN Stats & Info tók þetta saman.





Kevin Durant hefur skorað 31 stig og fimm þrista í fjórða leikhluta í leikjunum þremur en hann hefur þar nýtt 67 prósent skota sinna.

Ef við leggjum saman stigaskor og þriggja stiga körfur þeirra LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love þá ná þeir saman „aðeins“ samtals 32 sigum og þremur þriggja stiga körfum í fjórða leikhluta þessara þriggja leikja.

Það sem meira er stjörnuþríeyki Cleveland hefur aðeins nýtt 39 prósent skota sinna í lokaleikhluta leikjanna og hafa því þurft sextán fleiri skot til að skora einu stigi meira en Durant. 



Hér fyrir neðan má sjá tilþrif frá Kevin Durant í þriðja leiknum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×