Katar ætlar ekki að leggja árar í bát Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2017 19:58 Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, er kokhraustur þrátt fyrir mótlætið. Vísir/AFP Stjórnvöld í Katar segjast ekki ætla að láta undan þrýstingi annarra arabaríkja og gefa eftir fullveldi sitt í utanríkismálum þrátt fyrir að þau hafi einangrað landið með viðskiptaþvingunum. Emírinn í Kúvaít er á meðal þeirra sem reyna nú að miðla málum og ná friðsamlegri lausn á deilunni. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Egyptaland eru á meðal þeirra arabaríkja sem slitu tengsl við Katar um síðustu helgi. Ríkin saka stjórnvöld í Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi og Írani. Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, segist ekki hafa séð neinar kröfur frá ríkjunum sem hafa slitið á tengslin við landið en að deila verði leyst friðsamlega, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við erum ekki tilbúin að gefast upp og við verðum aldrei tilbúin til að gefast eftir sjálfstæði utanríkisstefnu okkar,“ sagði ráðherrann.Reyna að koma í veg fyrir að ástandið versniRefsiaðgerðirnar hafa valdið nokkurri upplausn í Katar en landamæri þess að Sádí-Arabíu eru þau einu sem liggja að landi. Óttast fólk þar verðhækkanir og vöruskort. Langar raðir hafa myndast við kjörbúðir í landinu. Utanríkisráðherrann segist þó ekki óttast matvælaskort. „Við getum lifað að eilífu svona. Við eru vel undirbúin,“ segir hann. Erindreki stjórnvalda í Kúvaít sem reynir að miðla málum segist telja að það eigi eftir að taka tíma að ná sáttum. Nú snúist málaleitanir helst um að koma í veg fyrir að ástandið versni. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins. 6. júní 2017 22:50 Mjólkin búin í búðinni Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. 7. júní 2017 20:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Stjórnvöld í Katar segjast ekki ætla að láta undan þrýstingi annarra arabaríkja og gefa eftir fullveldi sitt í utanríkismálum þrátt fyrir að þau hafi einangrað landið með viðskiptaþvingunum. Emírinn í Kúvaít er á meðal þeirra sem reyna nú að miðla málum og ná friðsamlegri lausn á deilunni. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Egyptaland eru á meðal þeirra arabaríkja sem slitu tengsl við Katar um síðustu helgi. Ríkin saka stjórnvöld í Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi og Írani. Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, segist ekki hafa séð neinar kröfur frá ríkjunum sem hafa slitið á tengslin við landið en að deila verði leyst friðsamlega, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við erum ekki tilbúin að gefast upp og við verðum aldrei tilbúin til að gefast eftir sjálfstæði utanríkisstefnu okkar,“ sagði ráðherrann.Reyna að koma í veg fyrir að ástandið versniRefsiaðgerðirnar hafa valdið nokkurri upplausn í Katar en landamæri þess að Sádí-Arabíu eru þau einu sem liggja að landi. Óttast fólk þar verðhækkanir og vöruskort. Langar raðir hafa myndast við kjörbúðir í landinu. Utanríkisráðherrann segist þó ekki óttast matvælaskort. „Við getum lifað að eilífu svona. Við eru vel undirbúin,“ segir hann. Erindreki stjórnvalda í Kúvaít sem reynir að miðla málum segist telja að það eigi eftir að taka tíma að ná sáttum. Nú snúist málaleitanir helst um að koma í veg fyrir að ástandið versni.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins. 6. júní 2017 22:50 Mjólkin búin í búðinni Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. 7. júní 2017 20:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. 8. júní 2017 07:00
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Vísbendingar eru um að rússneskir hakkarar hafi plantað gervifrétt á vef ríkisfréttastofu Katar sem átti þátt í að önnur arabaríki einangruðu landið með viðskiptaþvingunum. Bandarísk yfirvöld hafa aðstoðað við rannsókn málsins. 6. júní 2017 22:50
Mjólkin búin í búðinni Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. 7. júní 2017 20:00
Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27