Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 6. júní 2017 14:15 Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar