Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 6. júní 2017 14:15 Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun