Khan segir mjög miklar líkur á fleiri hryðjuverkaárásum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júní 2017 13:15 Sadiq Khan er borgarstjóri London. Vísir/afp Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir líkurnar á fleiri hryðjuverkaárásum vera mjög miklar og hvetur fólk til árvekni. Khan segir að gæsla verði aukin verulega í Lundúnum í dag og á næstunni og telur hann mjög miklar líkur á því að hryðjuverkaárásirnar verði fleiri. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu hefur verið í Bretlandi eftir árásina í Manchester. Khan hvetur borgarbúa til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt athæfi. Hann segir yfirvöld vinna þrotlaust að því að þróa nýjar leiðir til að tryggja öryggi borgaranna. Þrátt fyrir allt telur hann Lundúni vera eina öruggustu stórborg í heimi. Í viðtali í morgun hrósaði hann lögreglunni í Lundúnum og sagði afleiðingarnar hafa orðið mun verri, hefði ekki verið fyrir snör viðbrögð hennar. Khan segist skorta orð til að lýsa sorginni yfir því að saklausir borgarar séu gerðir að skotmörkum með þessum hætti. Hryðjuverkamenn muni þó aldrei vinna og þeim takist ekki að halda Lundúnarbúum í gíslingu. Khan segir markmið hryðjuverkamanna vera að hræða og svipta fólk frelsinu til að þora að fara út og njóta lífsins. Það megi ekki aldrei takast. Hann segir Lundúnarbúa hafa sýnt það og sannað í gegnum árin að þeir láti ekki hræðast af hroðaverkum sem þessum. Það muni þeir gera aftur núna. Khan segir að árásin muni ekki hafa áhrif á kosningarnar á fimmtudaginn en það sé einmitt markmið hryðjuverkamanna sem hata lýðræði.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Þórður Ægir Óskarsson segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. 4. júní 2017 12:40