Sex látnir og árásarmennirnir skotnir til bana í hryðjuverkaárás í London Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2017 03:00 Einn af árásarmönnunum. Vísir Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Sex eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að hryðjuverkaárás var framin í London rétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gærkvöldi. Þrír meintir árásarmenn voru skotnir til baka af lögreglu. Þetta staðfesti lögregla rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Telur lögregla að ekki hafi verið fleiri árásarmenn að verki. Ljóst er að hvítum sendiferðabíl var ekið á miklum hraða eftir London Bridge í miðbæ London upp á gangstétt á brúnni. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið á minnst fimm gangandi vegfarendur. Lögregla brást fljótt við og voru fyrstu sjúkrabílar mættir á svæðið aðeins örfáum mínútum eftir að útkallið barst. Skömmu síðar brást lögregla við útkalli vegna hnífstunguárásar í Borough Market, í grennd við brúnna þar sem fjölmargir barir og veitingastaðir eru staðsettir.Mynd af bílnum sem talið er að hafi verið ekið á gangandi vegfarendur.Vitni segja að minnst þrír menn hafi gengið um og inn á veitingastaði og stungið vegfarendur og aðra. Fjölmennt lið lögreglu brást við og var skotum hleypt af, að sögn lögreglu. Fjölmörg vitni segja jafnframt að árásarmennirnir hafi verið um borð í sendiferðabílnum sem ekið var á gangandi vegfarendur. Þeir hafi síðan stigið út um afturhlið bílsins og hafið árásina. Þetta hefur nú verið staðfest af lögreglu sem segir að hinir meintu árásarmenn hafi verið skotnir til bana aðeins átta mínútum eftir að útkall barst. Skömmu eftir miðnætti að staðartíma lýsti lögregla því yfir að hryðjuverk hafi verið framið. Lögregla leitaði þriggja aðila í tengslum við árásina en þegar þetta er skrifað hefur ekkert verið gefið út um handtökur. Fljótlega eftir að lögregla mætti á vettvangi staðfesti hún að fleiri en einn hafi látist í árásinni. Minnst 20 voru fluttir á sjúkrahús, en líklegt er að fleiri séu slasaðir.At 0025hrs 4/6/17 the incidents at #LondonBridge & #BoroughMarket were declared as terrorist incidents.— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 3, 2017 Er þetta þriðja hryðjuverkaárásin það sem af er ári í Bretlandi. Afar keimlík árás var framin í London þann 22. mars síðastliðinn þegar Khalid Masood ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminster Bridge áður en hann stakk lögreglumann til bana. Masood var skotinn til bana af lögreglu. Fimm létust og 49 slösuðust í árásinni sem flokkuð hefur verið sem hryðjuverkaárás. Þá létust 23 og 116 slösuðust þegar Salman Abedi sprengdi sjálfan sig í loft upp í Manchester Arena tónleikahöllinni í Manchester þann 22. maí síðastliðinn skömmu eftir tónleika Ariönu Grande.Kjarni málsinsRétt eftir klukkan tíu að staðartíma í gækvöldi var sendiferðabíl ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í Lundúnum. Blaðamaður BBC sem varð vitni að atvikinu segir að bílnum hafi verið ekið af karlmanni og á miklum hraða upp á gangstétt.Stuttu seinna brást lögregla við útkalli í Borough Market, í grennd við London Bridge, vegna stunguárása. Mennirnir sem frömdu árásina við Borough Market voru um borð í bílnum sem ekið var á gangandi vegfaraendur á London Bridge.Lögregla fór einnig í útkall í Vauxhall, hverfi í suðvestur Lundúnum. Það reyndist ótengt árásunum á brúnni og í Borough Market.Lögregla hefur staðfest að minnst sex létust í árásinniÞrír meintir árásarmenn voru skotnir til bana af lögreglu.Lögregla hefur staðfest að atvikin eru rannsökuð sem hryðjuverk.Hér að ofan má sjá beina útsendingu Sky News. Þessi frétt er byggð á fréttum BBC, Guardian og Sky News. Þá má einnig sjá hér að neðan uppfærslur af tíðindum kvöldsins. Þeim hefur nú verið hætt í bili en bent er á ofangreindar fréttir breskra vefmiðla.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34 Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Íslendingar í London beðnir um að láta vita af sér Sendiráð Íslands í London biður Íslendinga sem staddir eru í London að láta aðstandendur vita af sér. 3. júní 2017 23:34
Lögregla telur að hryðjuverk hafi verið framið Lögreglan í London telur að atvikið þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur og hnífstunguárásir í grennd við brúnna hafi verið hryðjuverk. 4. júní 2017 00:01