Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:00 Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30