Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:00 Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims. Áætlunin tekur til áranna 2018 til 2022 en fyrstu áfangar koma til skoðunar á þessu ári. Stofnað verður nýtt þverfaglegt meistaranám í máltækni innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á næsta ári. Þá verður sett á fót miðstöð máltækniáætlunar sem á að tryggja framgang verkefnisins. Kjarnaverkefnin taka á tali, hlustun og textun. „Þannig að það verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku," segir Anna Björk Nikulásdóttir, einn skýrsluhöfunda og sérfræðingur í máltækni við HR. Fyrstu nothæfu lausnirnar ættu að verða til innan tveggja ára og eiga þær að nýtast til að einfalda líf Íslendinga, á íslensku. „Þetta gæti verið í sjálfvirkri símsvörun, í sjálfvirkum þýðingum, það væri hægt að þýða skjátexta í sjónvarpi sjálfvirkt og í ýmis kennsluforrit," segir Anna. Úrval lausna veltur hins vegar fyrirtækjum landsins en til þess að hvetja nýsköpun áfram verður stofnaður samkeppnissjóður. „Hluti framlagsins mun koma frá ríkinu sem mun snúast um að byggja upp innviði um máltækniþróun á Íslandi en hluti mun koma beint frá fyrirtækjum gegn mótframlögum frá ríkinu í gegnum samkeppnissjóði," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Að sögn menntamálaráðherra gera tillögurnar ráð fyrir að 2,3 milljörðum króna verði varið í máltækni á næstu fimm árum. Hann segir brýnt að vanda vel til verka. Stafræna hættan sé raunveruleg. „Það var gerð úttekt árið 2012 á 30 tungumálum í Evrópu og þar af var 21 þeirra metið í hættu af stafrænum dauða og þar á meðal var íslenskan," segir Kristján Þór Júlísson, menntamálaráðherra. Vigdís Finnbogadóttir segist ánægð með að íslenska tungan sé komin í þennan farveg. „Fyrst og fremst held ég að allt sem við gerum til að gefa tungunni gott líf í framtíðinni sé jákvætt og af hinu góða. Það verður að varðveita þessa tungu. Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum. Við erum þessi tunga og tungan er við," segir Vigdís.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30