Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 07:57 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31
Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32