Sipilä vill starfa með klofningshópnum úr Sönnum Finnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 13:18 Juha Sipilä tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2015. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, leggur til að Miðflokkurinn og Þjóðarbandalagið myndi ríkisstjórn með þeim þingmönnum sem klufu sig frá þingflokki Sannra Finna og mynduðu þingflokkinn Nýjan valkost. Þannig myndu allir ráðherrar halda sætum sínum í ríkisstjórninni þó að þingmeirihlutinn sé nokkuð knappari. Sipilä ræddi við fjölmiðla fyrir stundu þar sem hann lagði þetta til. Timo Soini, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Sannra Finna, og allir aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna, tilkynntu í morgun að þeir hafið klofið sig úr þingflokknum. Alls eru 22 þingmenn í Nýjum valkosti, en eftir situr fimmtán manna þingflokkur Sannra Finna. Sipilä sagðist vona að hægt yrði að mynda nýja ríkisstjórn innan sólarhrings. Þingmenn Nýs valkosts sögðust reiðubúnir að starfa í samræmi við áður gerðan stjórnarsáttmála. Sipilä hefur rætt við lögfróða menn um framkvæmdina í dag og mun nú ráðfæra sig við þingflokk Miðflokksins og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formann Þjóðarbandalagsins. Þá mun Sipilä einnig ræða við þingflokksformenn allra flokka í kvöld. Eftir það verður boðað til nýs blaðamannafundar. Jussi Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Eftir kjörið sögðust Sipilä og Orpo ekki geta starfað með Sönnum Finnum.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45
Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa myndað nýjan þingflokk. 13. júní 2017 10:57