Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 08:01 Robert Mueller, sérstakur saksóknari í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússland. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51