Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 11:00 Daniel Coats (t.v.) og Mike Rogers (t.h.) komu fyrir þingnefnd 7. júní en sögðu fátt. Vísir/EPA Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45