Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 11:00 Daniel Coats (t.v.) og Mike Rogers (t.h.) komu fyrir þingnefnd 7. júní en sögðu fátt. Vísir/EPA Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45