Hryðjuverkaárás við Finsbury Park: Nágrannar lýsa Osborne sem „árásargjörnum“ og „undarlegum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 08:41 Darren Osborne er grunaður um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags. mynd/facebook Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46