Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2017 16:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira