Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2017 16:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira