Kandídat Trump í stól forstjóra FBI telur ekki að Rússarannsóknin sé nornaveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 23:50 Christopher Wray kom fyrir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjaþings í dag. vísir/getty Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent