Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. júlí 2017 08:25 John McCain mætti í þingið til að greiða atkvæði þrátt fyrir að vera nýgreindur með krabbamein í heila. Hann kaus gegn afnámi Obamacare. Vísir/AFP Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare. Donald Trump Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Nýjasta tilraun Donalds Trumps forseta og repúblikana til að fella úr gildi sjúkratryggingalögin sem nefnd hafa verið Obamacare fór út um þúfur í nótt þegar þrír Repúblikanar kusu gegn frumvarpi þess efnis. Repúblikanar hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að afnema Obamacare en það hefur verið þeirra helsta baráttumál undanfarin ár. Þeim hefur hins vegar gengið illa að koma sér saman um frumvarp að lögum sem geti komið í staðinn. Tillagan sem var felld í öldungadeildinni með fimmtíu og einu atkvæði gegn fjörutíu og níu í nótt hefði afnumið Obamacare að hluta til. Á meðal þeirra sem kusu gegn frumvarpinu var John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku. Hann mætti í atkvæðagreiðslur um afnám Obamacare nánast beint af spítala.Washington Post segir að Mike Pence, varaforseti, hafi í tuttugu mínútur reynt að sannfæra McCain um að kjósa með afnmámi Obamacare í þingsalnum en án árangurs. Pence var í salnum til að greiða atkvæði ef jafnmargir þingmenn væru með og á móti frumvarpinu.Forsetinn sakar þingmenn um að bregðast þjóðinniMitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ekki sáttur með sitt fólk og sagði að um vonbrigðastund væri að ræða. Hann hefur nú tekið málið á dagskrá. Óvíst er hver næstu skref repúblikana verða. Þeir eru með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Trump tjáði sig um ósigurinn á Twitter seint í gærkvöldi. Sagði hann þrjá repúblikana og 48 demókrata hafa brugðist bandarísku þjóðinni. Endurtók hann hótun sína um að stjórn hans myndi láta Obamacare falla um sjálft sig áður en repúblikanar semdu lög sem kæmu í staðinn. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að afgerandi meirihluti bandarísks almennings er andsnúinn þeim frumvörpum sem repúblikanar hafa lagt fram til að koma í staðinn fyrir Obamacare.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar John McCain greiddi atkvæði sitt gegn frumvarpinu um afnám Obamacare.
Donald Trump Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira