Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 15:18 Sessions kom til fundar í Hvíta húsinu í dag. Hann er ekki sagður hafa í hyggju af láta af embætti þrátt fyrir reiði forsetans. Vísir/AFP Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Enn á ný hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lagt til atlögu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Nú dregur hann starfandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI inn í gagnrýni sína á Twitter. Ekkert fararsnið er þó sagt á Sessions. Trump hefur keppst við að gagnrýna Sessions, sem var fyrsti þingmaður repúblikana til að lýsa yfir stuðningi við auðkýfinginn á sínum tíma, eftir að hann lýsti óánægju sinni með hann í viðtali við New York Times í síðustu viku. Forsetinn hefur verið ósáttur við dómsmálaráðherrann fyrir að draga sig í hlé frá rannsókn ráðuneytis hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og meintu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann er sagður kenna Sessions um að sérstakur rannsakandi hafi verið skipaður í málinu. „Af hverju skipti Sessions dómsmálaráðherra ekki Andrew McCabe, starfandi forstjóra FBI, vin Comey, sem fór fyrir rannsókn á Clinton en fékk stórfé (700.000 dollara) fyrir framboð eiginkonu hans frá Hillary Clinton og fulltrúum hennar. Ræsum fram mýrina!“ skrifaði Trump í tveimur tístum í dag.Why didn't A.G. Sessions replace Acting FBI Director Andrew McCabe, a Comey friend who was in charge of Clinton investigation but got.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 ...big dollars ($700,000) for his wife's political run from Hillary Clinton and her representatives. Drain the Swamp! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Virtist hann vitna þar til James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI vegna rannsóknar hans á tengslum framboðsins við Rússa, og þess þegar Jill McCabe, eiginkona Andrews, bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Pólitísk aðgerðanefnd sem studdi Terry McAuliffe, þáverandi ríkisstjóra Virginíu og bandamann Hillary Clinton, gaf í kosningasjóð hennar.Gæti sjálfur skipt McCabe útWashington Post bendir á að Trump hafi sjálfur vald til að reka McCabe úr starfi. McCabe tók við embættinu þegar Trump rak Comey. Þá var Sessions ekki dómsmálaráðherra þegar FBI rannsakaði notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Blaðið sagði frá því í gær að Trump væri að íhuga að reka Sessions, mögulega sem fyrsta skrefið í átt að því að losa sig við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Trump lýsti vonbrigðum sínum með Sessions á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann dómsmálaráðherrann einnig „umsetinn“. Sessions hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna eða sýnt merki um að hann ætli að stíga til hliðar. Washington Post segir að starfsmannastjóri Sessions hafi sagt Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Sessions hefði ekki í hyggju að segja af sér.Andrew McCabe var aðstoðarforstjóri FBI þegar Trump rak James Comey. McCabe hefur síðan verið starfandi forstjóri alríkislögreglunnar.Vísir/AFPEkki talinn hagsmunaáreksturMcCabe var háttsettur innan FBI þegar Jill, eiginkona hans, bauð sig fram í ríkisstjórakosningunum. Eftir kosningarnar var McCabe ráðinn aðstoðarforstjóri alríkislögreglunnar. Hann átti meðal annars þátt í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton sem lauk með því að ekki var talin ástæða til að gefa út ákærur. Siðaverðir FBI komust að þeirri niðurstöðu að McCabe ætti ekki í hagsmunaárekstri við þá rannsókn vegna fjárstuðningsins sem framboð eiginkonu hans fékk. Eftirlitsmaður dómsmálaráðuneytisins er nú að fara yfir þá niðurstöðu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31