Möguleikarnir á að forðast hættulega hlýnun hverfandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 22:27 Menn valda nú hröðum breytingum á loftslagi jarðarinnar með ófyrirséðum afleiðingum. Vísir/Getty Nær engar líkur eru á að þjóðum heims takist að halda hlýnun jarðar innan við þær tvær gráður sem miðað hefur við sem mörk hættulegrar hlýnunar. Ný rannsókn bendir til þess að aðeins 5% líkur séu á að menn nái því markmiði. Í Parísarsamkomulaginu er kveðið á um að aðildarríkin reyni að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Síðarnefnda og metnaðarfyllra markmiðið var sett inn að ósk eyríkja í Kyrrahafi sem eru að sökkva í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna benda þó til þess að nær útilokað sé að menn nái 2°C-markmiðinu, hvað þá 1,5°C, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Líklega búin að losa nóg til að fara yfir 1,5°CÍ annarri rannsókninni mátu vísindamenn við Washington- og Kaliforníuháskóla tölfræðilegar líkur á hlýnun fyrir árið 2100 út frá þremur sviðsmyndum um þróun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þar var meðal annars litið til fólksfjöldaþróunar og efnahagsumsvifa. Samkvæmt henni er líklegast að hlýnunin verði 3,2°C. Aðeins 5% líkur séu á að hægt verði að takmarka hana við 2°C og aðeins 1% líkur á að hún verði innan við 1,5°C.Menn hafa líklega losað nægilega mikið af gróðurhúsalofttegundum nú þegar til að gera framtíð Kyrrahafseyja tvísýna.Vísir/GettyÍ hinni rannsókninni sem birtist einnig í dag könnuðu vísindamenn hversu mikla hlýnun menn geta átt von á miðað við hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum þeir hafa þegar losað út í lofthjúp jarðar. Það tekur áhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum nokkra áratugi að koma að fullu fram í hitastigi við yfirborð jarðar. Ástæðan er sú að höfin drekka í sig stærstan hluta hlýnunarinnar en þau hafa mikila getu til að taka við hita og seinka því að lofthjúpurinn hlýni. Því mun hlýnun jarðar halda áfram um áratugaskeið eftir að drepið hefur verið á síðustu bensínvélinni og slökkt hefur verið á ofnum síðasta kolaorkuversins. Niðurstaða Thorstens Mauritsen við Max Planc-veðurfræðistofnunina í Þýskalandi og Robert Pincus við Háskólann í Koloradó er að menn hafi líklega þegar dælt nægilega miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið að 1,5°C hlýnun sé óumflýjanleg í framtíðinni jafnvel þó að losun yrði hætt strax.Ekki öll nótt úti ennWashington Post bendir á að þó að þessir útreikningar geti valdið svartsýni á að mönnum takist að koma böndum á loftslagsvandann þá sé ekki öll von úti. Þó að ekki takist að ná markmiðunum um 1,5-2°C hlýnun þá sé enn mögulega að halda henni innan við 2,5°C með samhæfðum aðgerðum. Takist mönnum að þróa tækni til að fjarlægja koltvísýring úr andrúmslofti á næstu áratugum gæti enn frekari árangur náðst í þá átt. „Minna en 2°C hlýnun er ólíkleg ef við reynum ekki. Ég er einn þeirra sem telja 2°C hlýnun ekki líklega hvort sem er en ef við reynum þá er að minnsta kosti möguleiki á að við höldum okkur innan við 2°C,“ segir Glen Peters, sérfræðingur í loftslagsstefnu við Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunina í Osló við blaðið. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. 5. júlí 2017 21:20 Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. 29. júní 2017 16:00 Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. 4. júlí 2017 21:15 Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. 25. júlí 2017 13:54 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Nær engar líkur eru á að þjóðum heims takist að halda hlýnun jarðar innan við þær tvær gráður sem miðað hefur við sem mörk hættulegrar hlýnunar. Ný rannsókn bendir til þess að aðeins 5% líkur séu á að menn nái því markmiði. Í Parísarsamkomulaginu er kveðið á um að aðildarríkin reyni að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Síðarnefnda og metnaðarfyllra markmiðið var sett inn að ósk eyríkja í Kyrrahafi sem eru að sökkva í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna benda þó til þess að nær útilokað sé að menn nái 2°C-markmiðinu, hvað þá 1,5°C, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Líklega búin að losa nóg til að fara yfir 1,5°CÍ annarri rannsókninni mátu vísindamenn við Washington- og Kaliforníuháskóla tölfræðilegar líkur á hlýnun fyrir árið 2100 út frá þremur sviðsmyndum um þróun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þar var meðal annars litið til fólksfjöldaþróunar og efnahagsumsvifa. Samkvæmt henni er líklegast að hlýnunin verði 3,2°C. Aðeins 5% líkur séu á að hægt verði að takmarka hana við 2°C og aðeins 1% líkur á að hún verði innan við 1,5°C.Menn hafa líklega losað nægilega mikið af gróðurhúsalofttegundum nú þegar til að gera framtíð Kyrrahafseyja tvísýna.Vísir/GettyÍ hinni rannsókninni sem birtist einnig í dag könnuðu vísindamenn hversu mikla hlýnun menn geta átt von á miðað við hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum þeir hafa þegar losað út í lofthjúp jarðar. Það tekur áhrif aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum nokkra áratugi að koma að fullu fram í hitastigi við yfirborð jarðar. Ástæðan er sú að höfin drekka í sig stærstan hluta hlýnunarinnar en þau hafa mikila getu til að taka við hita og seinka því að lofthjúpurinn hlýni. Því mun hlýnun jarðar halda áfram um áratugaskeið eftir að drepið hefur verið á síðustu bensínvélinni og slökkt hefur verið á ofnum síðasta kolaorkuversins. Niðurstaða Thorstens Mauritsen við Max Planc-veðurfræðistofnunina í Þýskalandi og Robert Pincus við Háskólann í Koloradó er að menn hafi líklega þegar dælt nægilega miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið að 1,5°C hlýnun sé óumflýjanleg í framtíðinni jafnvel þó að losun yrði hætt strax.Ekki öll nótt úti ennWashington Post bendir á að þó að þessir útreikningar geti valdið svartsýni á að mönnum takist að koma böndum á loftslagsvandann þá sé ekki öll von úti. Þó að ekki takist að ná markmiðunum um 1,5-2°C hlýnun þá sé enn mögulega að halda henni innan við 2,5°C með samhæfðum aðgerðum. Takist mönnum að þróa tækni til að fjarlægja koltvísýring úr andrúmslofti á næstu áratugum gæti enn frekari árangur náðst í þá átt. „Minna en 2°C hlýnun er ólíkleg ef við reynum ekki. Ég er einn þeirra sem telja 2°C hlýnun ekki líklega hvort sem er en ef við reynum þá er að minnsta kosti möguleiki á að við höldum okkur innan við 2°C,“ segir Glen Peters, sérfræðingur í loftslagsstefnu við Alþjóðlegu loftslagsrannsóknastofnunina í Osló við blaðið.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. 5. júlí 2017 21:20 Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. 29. júní 2017 16:00 Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. 4. júlí 2017 21:15 Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. 25. júlí 2017 13:54 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur í Portúgal þar sem tugir létust í skógareldum í síðasta mánuði tífalt líklegri en ella. Vísindamenn segja að hitabylgjan í vestanverðri Evrópu hafi borið sterk merki loftslagsbreytinga. 5. júlí 2017 21:20
Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kolefniskvótinn sem menn þurfa að halda sig innan til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga gæti svo gott sem klárast á næstu þremur árum. Sérfræðingar vara við að lönd heims þurfi að byrja að minnka losunina strax. 29. júní 2017 16:00
Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin. 4. júlí 2017 21:15
Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins. 25. júlí 2017 13:54
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent