Eru bara 4,6 prósent lífeyrisþega í fátækt? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar