Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 10:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent