Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 10:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira