„Rasismi er af hinu illa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 18:40 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/afp „Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag. Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag.
Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00